Bátafloti Gríms Karlssonar

Í eigu Byggðasafnsins eru nærri 140 bátalíkön sem flest voru smíðuð af Grími Karlssyni skipstjóra. Þessa vikurnar stendur yfir vinna við uppsetningu á nýrri sýningu á bátalíkönunum og var tækifærið notað til að mynda hvert og eitt módel og byggja upp vef um bátaflota Gríms Karlssonar. Vefurinn hefur nú verið opnaður á vefsvæði Byggðasafnsins og gefst áhugasömum kostur á að skoða þau bátalíkön sem Grímur smíðaði og eru í eigu Byggðasafnsins. Hverju líkani fylgir saga bátsins með vönduðum myndum af hverju módeli.

Grímur smíðaði þó talsvert fleiri módel en hér gefur að líta, bátalíkön sem eru í eigu annarra safna, fyrirtækja og einstaklinga. Byggðasafnið óskar því eftir upplýsingum og myndum af bátalíkönum sem eru í eigu annarra með það að markmiði að í framtíðinni verði hægt að sjá hér heildaryfirlit yfir allan bátaflota Gríms Karlssonar.

Grímur Karlsson fæddist á Siglufirði þann 30. september 1935. Hann er sonur hjónanna Karls Gríms Dúasonar frá Fljótum í Skagafirði og Sigríðar Ögmundsdóttur frá Beruvík á Snæfellsnesi.  Hann fluttist 15 ára með foreldrum sínum til Njarðvíkur árið 1950. Árið 1952 lauk Grímur 30 tonna skipstjórnarnámi og 1957 tók hann hið meira fiskimannapróf eftir að hafa lokið námi við Stýrimannaskólann í Reykjavík. Grímur var háseti á Vögg GK 204 1950-1952 en skipstjórnarferilinn hóf hann með undanþágu vegna aldurs sumarið 1952 á Mars GK 374, þá aðeins 16 ára gamall.

Árið 1959 bjargaði hann ásamt skipshöfn sinni á Heimi KE 77 öðrum af tveimur mönnum sem lentu í sjónum þegar nótabát af Fram AK hvolfdi í vestanstormi út af Bjarnarey; veturinn 1963 bjargaði hann einnig ásamt skipshöfn sinni á Sigurkarfa GK 480 sex mönnum úr gúmmíbát af Súlunni sem fórst útaf Garðskaga í norðanstormi. Hann bjargaði einnig ásamt skipshöfn sinni á Bergvík KE 55 barni sem dottið hafði í Keflavíkurhöfn.

Vegna hjartveiki varð Grímur að hætta á sjó um fimmtugt. Kominn í land eftir rúmlega 30 ára gifturíkan feril til sjós var hugur Gríms enn bundinn sjónum. Hann hófst handa við smíði skipslíkana og jafnframt safnaði hann af mikilli elju ýmiss konar fróðleik sem tengdist sögu sjávarútvegs á Íslandi og þá um leið sögu þjóðarinnar. Hann lagði áherslu á að með aðstoð líkananna væri hægt að segja söguna á ljósan og skilvirkan hátt, hvaðan við komum, hver við erum og á hverju okkar lífsbjörg hafi byggt á. Hann vildi koma þeim skilaboðum til unga fólksins að nútíma velmegun megi rekja til sjávarins og þess fólks sem gerði það kleift að sækja þangað björg í bú.                                       

Skipslíkön Gríms eru í söfnum bæði á Íslandi og í Noregi. Fyrir þetta þrekvirki hlaut hann fálkaorðuna 2009, einnig fékk  hann afhenta Sjómannadagsorðuna 2002, Menningarverðlaun Reykjanesbæjar 2009 og þakkarskjöld frá sjómanna- og stýrimannafélaginu Verðanda. 

Grímur lést þann 7. júní árið 2017.

 Byggðasafn Reykjanesbæjar er rétthafi myndanna af líkönunum og ber að fá leyfi til að birta þær opinberlega.

  

Líkön af KE bátum
Líkön af GK bátum
Líkön af EA  bátum
Líkön af öðrum bátum
       

Árni Geir KE 31

 Anna GK 461

 Drangur EA 210

 Ásbjörn AK 90

Baldur KE 97

 Árni Árnason GK 70

 Einar Þveræingur EA 537

 Sigrún AK 71

Bergvík KE 55

 Ársæll GK 527

 Familien EA 1

 Kópur BA 138

Bjarni Ólafsson KE 50

 Ása GK 16

 Grána EA 

 Einar Hálfdáns ÍS 8

Björgvin KE 82

 Bragi GK 479

 Helena EA 26

 Fróði ÍS 454 

Dux KE 38

 Bragi GK 479 (#2) 

 Helga EA 2 

 Hafdís ÍS 75 

Eldey KE 37

 Emma GK 279

 Helga EA 2 (#2)

 Pétursey ÍS 100 

Erlingur KE 20

 Fjarðarklettur GK 210

 Hríseyjan EA 10

 Hilmir NK 34

Hamravík KE 75

 Fróði GK 480

 Julius EA 6

 Stígandi ÓF 25 

Happasæll KE 94

 Geir goði GK 280

 Minnie EA 523

 Sævaldur ÓF 2 

Happasæll KE 94 (#2)

 Glaður GK 405

 Olivetta EA 27

 Baldur SH 115

Heimir KE 77

 Guðfinnur GK 132

 Skúli fógeti EA 461

 Grundfirðingur II SH 124

Hilmir KE 7

 Guðmundur Þóðarson GK 75

 Snæfell EA 740

 Dagný SI 7 

Hilmir II KE 8

 Gulltoppur GK 321

Líkön af RE bátum

 Geir SI 55 

Jón Guðmundsson KE 4

 Hilmir GK498

 Arnfirðingur RE 212

 Grótta SI 75 

Jón Guðmundsson KE 4 (#2)

 Ingiber Ólafsson GK 35

 Björn Jónsson RE 22

 Hjalti SI 12 

Jón Guðmundsson KE 5

 Jarlinn GK 272

 Faxaborg RE 126

 Hugo SI 15 

Lundi KE 78

 Jón Guðmundsson GK 517

 Guðmundur Þórðarson RE 70

 Mummi SI 51 

Ólafur Magnússon KE 25

 Keflavík GK 15

 Gullborg RE 38 

 Sigurður SI 90 

Ólafur Magnússon KE 25 (#2)

 Keflvíkingur GK 400

 Gunnvör RE 81 

 Þormóður rammi SI 32

Ósk KE 5

 Marz GK 374

 Hafþór RE 75 

 Gunnar SU 139

Reykjaröst KE 14

 Mánatindur GK 240

 Helga RE 49 

 Snæfugl SU 20 

Skíðblaðnir KE 10

 Muninn II GK 343

 Nanna RE 9 

 Víðir SU 517 

Steingrímur Trölli KE 81

 Njarðvík GK 275

 Otur RE 32   Helgi Flóventsson TH 77

Svanur KE 6

 Sigurfari GK 17

 Sigríður RE 22 

 Svanur TH 77 

Sæborg KE 4

 Stakkur GK 503

 Skeggi RE 50 

 Vörður TH 4 

Sæmundur KE 9

 Svanur GK 530

 Skíði RE 51 

 Hildingur VE 3 

Tjaldur KE 45

 Trausti GK 9

 Stjarnan RE 3 

 Skaftfellingur VE 33 

Ver KE 45

 Vestri GK 16

 

 Helgi Flóventsson ÞH 77 

Vilborg KE 51

 Víðir II GK 275

 Varðskip:

 Án nafns

Vísir KE 70

 Vöggur GK 204

 María Júlía

 Camella Dunkerque

Vonin KE 2

 Þorsteinn GK 15

 Þór 

 Marsley

Vonin II KE 2

 Ægir GK 350

 

 Polarbjorn M-12-HD 

 

 Ægir GK 8