Geir goði GK 280
Líkan af bátnum Geir goði GK 280 smíðað af Grími Karlssyni.
Geir goði GK 280 var smíðaður í Danmörku árið 1916 úr eik. 38 brl. 74 ha. Tuxham vél. Eigandi var Metúsalem Jóhannsson, Reykjavík, frá 28. júlí 1916. Seldur Haraldi Böðvarssyni, Akranesi, báturinn hét Geir goði MB 94. Eigandi 29. ág 1928 var Fiskiveiðifélagið Gissur hvíti, Reykjavík. Seldur 8. nóv 1929 Sveinbirni Einarssyni, Reykjavík, báturinn hét Geir goði RE 71. 1933 var sett í bátinn 110 ha. June Munktell vél. Seldur 19. maí 1942 Geir goða h/f, Keflavík, báturinn hét Geir goði GK 280. 1950 var umdæmisstöfum bátsins breytt, hét þá Geir goði KE 28. Seldur 4. mars 1958 Karli Guðbrandssyni, Hafnafirði, báturinn hét Geir goði GK 303. 1959 var sett í bátinn 200 ha. GM vél. Hann strandaði við Sandgerði í des 1961 og eyðilagðist, mannbjörg varð.
Heimild: Íslensk skip eftir Jón Björnsson. Iðunn 1990. Bls 45, 3. bindi.
Þegar smellt er á myndirnar hér fyrir neðan birtast stærri myndir.