Hjalti SI 12

Hjalti SI 12

Líkan af bátnum   Hjalti SI 12  smíðað af Grími Karlssyni.

Hjalti SI 12  var smíðaður á Akureyri árið 1916 úr eik og furu. 9 brl. 10 ha. Hrein vél. Báturinn hét Hjalti EA 360. Eigandi var Einar Einarsson, Akureyri, sennilega frá 1916. Seldur 2. des. 1930 Antoni Jónssyni, Siglufirði, báturinn hét Hjalti SI 15. Seldur 7. sept. 1931 Þorbirni Áskelssyni, Grenivík, báturinn hét Hjalti TH 272. 1933 var sett í bátinn 35 ha. June Munktell vél. Báturinn var lengdur 1936 og mældist þá 11 brl. 1939 var sett í bátinn 50 ha. June Munktell vél. Seldur 19. sept 1948 Hlutafélaginu Hjalta, Siglufirði, báturinn hét Hjalti SI 12. 1957 var sett í bátinn 66 ha. Kelvin díesel vél. Talinn ónýtur og tekinn af skrá 18. jan 1979.  

Heimild: Íslensk skip eftirJón Björnsson. Iðunn 1990.

Á þessum bát, Hjalta SI 12 reri Helgi Ásgrímsson ásamt sex sonum sínum, fjölda ára frá Siglufirði og farnaðist alltaf vel.

Grímur Karlsson.

Þegar smellt er á myndirnar hér fyrir neðan birtast stærri myndir.