Hildingur VE 3

Hildingur VE 3

Líkan af bátnum  Hildingur VE 3  smíðað af Grími Karlssyni.

Hildingur VE 3 var smíðaður í Svíþjóð 1956 úr eik. 56 brl. 240 ha. June Munktell vél. Eigandi var Helgi Benediktsson, Vestmannaeyjum, frá 20. jan 1956. Seldur 7. júní 1964 Hauki Sigurðssyni og Hvammi h/f, Kópavogi. 1965 var sett í bátinn 200 ha. Alpha díesel vél, báturinn var ekki umskráður. Hann var talinn ónýtur, brenndur og tekinn af skrá 14. sept 1967.  

Heimild: Íslensk skip eftir Jón Björnsson. Iðunn 1990.

Þegar smellt er á myndirnar hér fyrir neðan birtast stærri myndir.