Víðir SU 517

Víðir SU 517

Líkan af bátnum   Víðir SU 517 smíðað af Grími Karlssyni.

Víðir SU 517 var smíðaður í Danmörku árið 1933 úr eik og furu. 18 brl. 60 ha. June Munktell vél. Báturinn hét Víðir SU 517. Eigandi var Útgerðarsamvinnufélagið Kakali, Eskifirði, frá 20. nóv 1933. Báturinn var seldur 1936 Sigurði Magnússyni, Böðvari Jónassyni og Georg Helgasyni, Eskifirði. Seldur 7. sept 1945 Jens Lúðvíkssyni, Fáskrúðsfirði,  báturinn hét Róbert Dan SU 517. Seldur 18. maí 1954 Ólafi G. Guðbjörnssyni, Reykjavík, báturinn hét Óskar RE 283. 1955 var sett í bátinn 150 ha. GM díesel vél. Seldur 14. júní 1962 Kjartani Björgvinssyni, Kristjáni Björgvinssyni, Guðgeiri Björnssyni og Snæbirni Guðmundssyni, Eskifirði, báturinn hét Óskar SU 56. 1967 var sett í bátinn 125 ha. Perkins díesel vél. Seldur 6. maí 1968 Gísla Þorvaldssyni, Neskaupstað, báturinn hét Jakob NK 66. Sama ár var báturinn endurbyggður og lengdur og mældist þá 21 brl. 1973 var sett í bátinn 190 ha. Caterpillar díesel vél. Seldur 20. des 1978 Pétri Sæmundssyni, Keflavík, báturinn hét Óli Tóftum KE 1. Seldur 14. jan 1982 Garðari Garðarssyni, Keflavík og Einari Jónssyni, Njarðvík, báturinn hét Jón Garðar KE 1. Seldur 17. júlí 1985 Svavari Guðnasyni og Sigmundi Hjálmarssyni, Grundafirði, báturinn hét Guðmundur Ólafsson SH 244. Báturinn var talinn ónýtur og tekinn af skrá 3. nóv 1986.

 Heimild: Íslensk skip eftirJón Björnsson. Iðunn 1990.

 

 Víðir SU 517

Sigurður Magnússon skipstjóri á Víði var mikill aflamaður og sjómaður. Hann var einn af þeim fáu af gamla skólanum sem náðu fullkomnum tökum á astikveiðum og nýjustu tækni við veiðarnar. Hann réri fyrir Suðurlandi á vertíðum eins og aðrir Austfirðingar í fjölda ára, bæði frá Hornafirði, Vestmannaeyjum og Sandgerði.

Eitt sinn er hann átti litla Víði og komið var að því að halda suður á vertíð, söfnuðust Austfirðingar á Eskifjörð, þar sem Víðir var og var beðið eftir því að létti til, en dimmviðri sem var á breyttist í samfelldan hríðarbil, sem stóð dögum saman. Þar kom að Sigurði á Víði leiddist þófið og hélt út í sortann með alla Austfirðinga í halarófu á eftir sér. Ekki sást út úr augum fyrr en Hvanney á Hornafirði birtist út úr hríðinni, en þangað var ferðinni heitið. Sigurður Magnússon var ákaflega vel máli farinn, hafði hrjúfa, sterka en rólega rödd. Hann var orðheppinn og það var alltaf jafngaman að hlusta á hann í talstöðinni.

 Grímur Karlsson 1996.

Þegar smellt er á myndirnar hér fyrir neðan birtast stærri myndir.