Ósk KE 5

Ósk KE 5

Líkan af bátnum  Ósk KE 5 smíðað af Grími Karlssyni.

Ósk KE 5 var smíðuð í Hollandi árið 1955 úr stáli. 68 brl. 240 ha. Kromhout díesel vél. Báturinn hét Búðafell SU 90 árið 1956. Eigandi var Búðafell h/f, Búðum Fáskrúðsfirði, frá 6. mars 1956. Báturinn var seldur 1. maí 1965 Hópsnesi h/f, Grindavík, báturinn hét Hópsnes GK 77. Seldur 27. ágúst 1969 Hælisvík s/f, Grindavík, báturinn hét Hafberg GK 377. Seldur 22. jan 1972 Torfa Jónssyni, Keflavík, báturinn hét Torfhildur KE 32. Seldur 31. des 1973 Hælisvík s/f, Grindavík. 1974 var sett í bátinn 458 ha. Cummins díesel vél. Seldur 4. apr 1975 Bjargi h/f, Hellissandi, báturinn hét Bjargey SH 230. Seldur 15. maí 1980 Ómari Sigurðssyni og Erni Snorrasyni, Blönduósi, báturinn hét Þröstur HU 131. Seldur 20. jan 1982 Gunnari Þór Ólafssyni, Reykjavík, báturinn hét Þröstur ÍS 222. Seldur 28. jan 1982 Bergi s/f, Hafnarfirði, báturinn hét Þröstur HF 51. Seldur 6. nóv 1984 Brynjólfi h/f, Njarðvík og Agnari Smára Einarssyni, Innri Njarðvík, báturinn hét Þröstur KE 51 og var skráður í Keflavík 1988. 1986 var sett í bátinn 544 ha. Cummins vél. Frá 26. okt 1989 var Agnar Smári Einarsson, Njarðvík, einn skráður eigandi. Báturinn hét enn Þröstur KE 51. Seldur 29. maí 1991 Einari Þ. Magnússyni, Keflavík. Báturinn heitir Ósk KE 5 og er skráður í Keflavík 1997. 

Heimild: Íslensk skip eftir Jón Björnsson

 Árið 2003 heitir báturinn Þórunn GK 97. 

Þegar smellt er á myndirnar hér fyrir neðan þá birtast stærri myndir.

Ósk KE 5Ósk KE 5Ósk KE 5