Einar Þveræingur EA 537
Líkan af bátnum Einar Þveræingur EA 537 smíðað af Grími Karlssyni.
Einar Þveræingur EA 537 var smíðaður á Akureyri árið 1930 úr eik og furu.12 brl. 20 ha. Union vél. Eigandi var Magnús Gamalíelsson, Ólafsfirði, frá 2. des 1930. 1939 var sett í bátinn 40 ha. Union vél og 1943 var báturinn lengdur og mældist þá 18 brl. Báturinn brann og sökk út af Hraunhafnartanga 24. júlí 1947. Áhöfnin bjargaðist í nótabátana og þaðan um borð í Gaut.
Heimild: Íslensk skip eftir Jón Björnsson, Iðunn 1990
Báturinn á bátasafninu er ágætt sýnishorn af bátnum sem var þrílembingur á síldveiðum á árum áður.
Þegar smellt er á myndirnar hér fyrir neðan birtast stærri myndir.