Skaftfellingur VE 33

Skaftfellingur VE 33

Líkan af bátnum  Skaftfellingur VE 33   smíðað af Grími Karlssyni.

Skaftfellingur VE 33, hét  fyrst Skaftfellingur Reykjavík,  var smíðaður í Danmörku árið 1916 úr eik og beyki. 60 brl. 48 ha. Proleums vél. Eigandi var Skaftfellingur h/f, Reykjavík, frá 17. des 1917. 1926 var sett í skipið 90 ha. Alpha vél. Selt 8. okt 1940 Helga Benediktssyni, Vestmannaeyjum, skipið hét Skaftfellingur VE 33 (skipið hafði ekki umdæmisstafi áður). 1943 var sett í skipið 200 ha. Khalenberg vél. 1948 var sett í það 225 ha. June Munktell vél. Skipið var talið ónýtt og tekið af skrá 23. okt 1975, hafði þá staðið í slipp í Vestmannaeyjum í 10 til 12 ár og er þar enn 1988.  

Heimild: Íslensk skip eftir Jón Björnsson, bls 113-114, 3. Bindi. Iðunn 1990

Hér segir ítarlegra frá merkilegri sögu Skaftfellings inni á síðunni Heimaslóð http://www.heimaslod.is/index.php/Skaftfellingur_VE-33

https://www.mbl.is/greinasafn/grein/579137/

 Þegar smellt er á myndirnar hér fyrir neðan birtast stærri myndir.