Bjarni Ólafsson KE 50
Líkan af bátnum Bjarni Ólafsson KE 50 smíðað af Grími Karlssyni.
Bjarni Ólafsson GK 200 smíðaður á Ísafirði 1944. Eik. 35 brl. 120 ha. Wichmann vél. Eig. Albert Bjarnason Keflavík, frá 8. des. 1944. 1950 var báturinn skráður Bjarni Ólafsson KE 50, sami eig. 1953 var sett í bátinn 240 ha. GM vél. Seldur 12. júlí 1955 Halldóri Jónssyni, Ólafsvík, báturinn hét Bjarni Ólafsson SH 177. Seldur 31. maí 1963 Guðna Sturlaugssyni, Selfossi og Sigurjóni Sigurðssyni, Stokkseyri, báturinn hét Bjarni Ólafsson ÁR 9. 28. ág. 1966 er skráður einn eig. Guðni Sturlaugsson, Selfossi. 1971 var sett í bátinn 240 ha. GM díesel vél. Seldur 6. ág. 1973 Guðmundir Ragnarssyni, Reykjavík, báturinn hét Bjarni Ólafsson RE 97. Seldur 27. maí 1974 Páli Grétari Lárussyni, Hvammstanga, báturinn hét Fróði HU 10. Hann brann við bryggju á Hvammstanga 1976 og var talinn ónýtur.
Heimild: Íslensk skip eftir Jón Björnsson.
Þegar smellt er á myndirnar hér fyrir neðan þá birtast stærri myndir.