Fróði GK 480

Fróði GK 480

Líkan af bátnum Fróði GK 480 smíðað af Grími Karlssyni.

Fróði GK 480 var smíðaður í Njarðvík árið 1945 úr eik. 36 brl. 170 ha. Buda díesel vél. Báturinn hét Fróði GK 480. Eigandi var Bragi h/f, Ytri Njarðvík, frá 27. júní 1945. Seldur 23. nóv 1951 Víglundi Jónssyni, Ólafsvík, báturinn hét Fróði SH 5. Seldur 27. okt 1962 Jósef Zophaníassyni, Viðari Zophaníassyni, Stokkseyrarhreppi og Hraðfrystihúsi Stokkseyrar. Báturinn hét Fróði ÁR 33. 1965 var sett í bátinn 240 ha. GM díesel vél. Bátinn rak á land, var talinn ónýtur og tekinn af skrá 9. des 1967.

 Heimild: Íslensk skip eftir Jón Björnsson. Iðunn 1990

  Fróði GK 480

Egill Jónasson lét smíða Fróða í Njarðvík 1945 í innra hverfinu. Fyrsti skipstjóri á Fróða var Falur Guðmundsson og fiskaði mjög vel. Síðan tók eigandinn Egill Jónasson við. Fróði var mikið happa- og aflaskip alla tíð og náði því m.a. að vera fimmta aflahæsta síldveiðiskipið fyrir Norðurlandi eitt sumarið. Líklega árið 1950 þá undir stjórn Egils. 14. apríl 1950 vann Egill Jónasson skipstjóri á Fróða frá Njarðvík einstakt björgunarafrek við Geirfugladrang. Egill náði þar sex sjómönnum úr dauðans greipum af enskum togara sem strandaði og sökk við dranginn. Egill komst að þeim á síðasta augnabliki. Þekking Egils Jónassonar skipstjóra á skerjum og miklir stjórnunarhæfileikar réðu þarna úrslitum. Ítarleg frásögn er af þessum atburðum í bókinni Þrautgóðir á raunastund, 4. bindi bls. 106 – 122.

 Grímur Karlsson

Þegar smellt er á myndirnar hér fyrir neðan birtast stærri myndir.

Fróði GK 480Fróði GK 480Fróði GK 480