Happasæll KE 94 (#2)

 Happasæll KE 94 (#2)

Líkan af bátnum Happasæll KE 94 (#2) smíðað af Grími Karlssyni.

Happasæll KE 94 (#2) var smíðaður í Noregi árið 1963 úr stáli. 192 brl. 495 ha. Lister díesel vél. Skipið hét Heimir SU 100. Eigandi skipsins var Varðarútgerðin h/f, Stöðvarfirði, frá 12. nóv 1963. Skipið var selt 12. ág 1967 Mími h/f, Hnífsdal, skipið hét Mímir ÍS 30. Selt 7. júní 1974 Haföldunni h/f, Eskifirði, skipið hét Hafalda SU 155. Selt 19. apr 1978 Ásgeiri h/f, Garði, Gullbringusýslu, skipið hét Ásgeir Magnússon GK 60. Selt 7. júlí 1981 Einari Pálmasyni, Keflavík, skipið hét Árni Geir KE 74. 1985 var sett í skipið 900 ha. Caterpillar vél. Selt 24. júlí 1986 Happasæli s/f, Keflavík, skipið heitir Happasæll KE 94.  

Heimild: Íslensk skip eftir Jón Björnsson. Iðunn 1990.

Skipið var lengt og yfirbyggt 1987 og mældist þá 179 brl. Selt 30. apríl 1990 Guðmundi Rúnari Hallgrímssyni, Keflavík. Skráð í Keflavík 1997.  Vitum einnig að árið 2001 hét skipið Sædís HF 60, árið 2002 hét það Mímir ÍS 30 og 2004 hét það Sædís ÍS 30. 

Þegar smellt er á myndirnar hér fyrir neðan þá birtast stærri myndir.

Happasæll KE 94 (#2)Happasæll KE 94 (#2)Happasæll KE 94 (#2)