Fjarðarklettur GK 210
Líkan af bátnum Fjarðarklettur GK 210 smíðað af Grími Karlssyni.
Fjarðarklettur GK 210 var smíðaður í Svíþjóð árið 1946 úr eik. 103 brl. 265 ha. Alpha díesel vél. Skipið hét Ágúst Þórarinsson SH 25 árið 1950. Eigandi skipsins var Ríkissjóður Íslands, Reykjavík, frá 14. apr 1948. Seldur 12. feb 1950 Sigurði Ágústssyni, Stykkishólmi. Selt 21. nóv 1953 Fiskakletti h/f, Hafnarfirði, skipið hét Fjarðarklettur GK 210. 1960 var sett í skipið 375 ha. Kromhout díesel vél. Skipið var talið ónýtt og tekið af skrá 16. sept 1970.
Heimild: Íslensk skip eftir Jón Björnsson. Iðunn 1990.
Þegar smellt er á myndirnar hér fyrir neðan þá birtast stærri myndir.