Jón Guðmundsson KE 4 (#2)

Jón Guðmundsson KE 4 (#2)

Líkan af bátnum Jón Guðmundsson KE 4 (#2) smíðað af Grími Karlssyni.

Jón Guðmundsson KE 4 (#2) var smíðaður  í Svíþjóð 1946 úr eik. 102 brl. 260 ha. Polar díesel vél. Báturinn hét Andvari RE 8. Eigandi skipsins var Hlutafélagið Freyr, Reykjavík, frá 30. nóv 1946. 1954 var sett í skipið 330 ha. Alpha díesel vél. Sama ár var skipið skírt Fiskaklettur RE 8, eigandi var Freyr h/f, Reykjavík. Selt 12. okt 1961 Frey h/f, Reykjavík, skipið hét Fiskaklettur GK 131. 1967 var skipið endurmælt og mælist 97 brl. eftir það. Selt 20. maí 1968 Bernharð Ingimundarsyni og Gunnari Kristinssyni, Vestmannaeyjum, skipið hét Kristín VE 71. Selt 8. nóv 1969 Ólafi S. Lárussyni, Keflavík, skipið hét Jón Guðmundsson KE 4. Aftur endurmælt 1970 og mælist 89 brl. eftir það. Selt 23. feb 1972 Jóhanni Guðbrandssyni, Sandgerði, skipið hét Sandgerðingur GK 517. Skipið var talið ónýtt og tekið af skrá 4. des 1980.

 Heimild: Íslensk skip eftir Jón Björnsson

Þegar smellt er á myndirnar hér fyrir neðan þá birtast stærri myndir.

Jón Guðmundsson KE 4 (#2)Jón Guðmundsson KE 4 (#2)Jón Guðmundsson KE 4 (#2)