Trausti GK 9
Líkan af bátnum Trausti GK 9 smíðað af Grími Karlssyni.
Báturinn hét í upphafi Ingibjörg EA 363 og var smíðaður í Danmörku árið 1916 úr eik og furu, 44 brl. 80 ha. Populær vél. Eigandi Ásgeir Pétursson, Akureyri, frá 17. október 1916. Seldur 11. desember 1916 Guðbjarti Ólafssyni, Páli Halldórssyni, Jóni Ólafssyni og Sölva Víglundssyni, Reykjavík, báturinn hét Höskuldur RE 191. Seldur 1926 h/f Hrogni & Lýsi, Reykjavík, Seldur 1928 h/f Bakka, Reykjavík. Seldur 1931 Steindóri Hjaltalín, Akureyri. 1932 var sett í bátinn 110 ha. June Munktell vél. Seldur 20. nóvember 1941 Hlutafélaginu Ingólfi, Gerðum, Garði, Gullbringusýslu, báturinn hét Trausti GK 9. 1949 var sett í bátinn 300 ha GM díesel vél. Seldur 2. febrúar 1961 Daníel Þorsteinssyni, Kópavogi, báturinn hét Trausti KÓ 26. 1962 var sett í bátinn 170 ha Caterpillar díesel vél. Hann talinn ónýtur og tekinn af skrá 10. apríl 1968. Kallmerki TFQH, skipskrárnúmer 859.
Heimild: Jón Björnsson : Íslensk skip, 1. b., s. 114. Iðunn 1998.
Þegar smellt er á myndirnar hér fyrir neðan birtast stærri myndir.