Bragi GK 479 (#2)

Bragi Gk 479 (#2)

Líkan af bátnum  Bragi GK 479 (#2) smíðað af Grími Karlssyni.

Bragi GK 479 (#2) var smíðaður í Njarðvík árið 1944 úr eik. 36 brl. 170 ha. Buda díesel vél. Báturinn hét Bragi GK 479. Eigandi var Hlutafélagið Bragi, Ytri Njarðvík, frá 6. júlí 1944. Seldur 20. sept 1950 Jóni Guðmundssyni, Björgvini P. Jónssyni, Tómasi Sveinssyni og Karli K. Guðmundssyni, Vestmannaeyjum, báturinn hét Ver II VE 118. 20. nóv 1958 er skráður eigandi Ver h/f í Vestmannaeyjum. Seldur 17. júní 1960 Sigtryggi Kjartanssyni, Sigurði Sigurbjörnssyni, Þórði Björnssyni og Runólfi Sölvasyni, Keflavík og Ásmundi Magnússyni, Reykjavík, báturinn hét Bragi KE 19. 1962 var sett í bátinn 220 ha. GM díesel vél. Seldur 13. júlí 1962 Karli V. Guðbrandssyni og Einari Kr. Karlssyni, Hafnarfirði, báturinn hét Bragi SK 74. Hann var talinn ónýtur og tekinn af skrá 8. des 1975.

 Heimild: Íslensk skip eftir Jón Björnsson, Iðunn 1990.

Þegar smellt er á myndirnar hér fyrir neðan birtast stærri myndir.

Bragi Gk 479 (#2)  Bragi Gk 479 (#2)  Bragi Gk 479 (#2)