Vestri GK 16

Vestri GK 16

Líkan af bátnum  Vestri GK 16 smíðað af Grími Karlssyni.

 Báturinn hét í upphafi Svava NS 247 og var smíðaður í Noregi 1917 úr furu. 17 brl. 25 ha. Dan vél. Eigandi Benedikt Jónsson o.fl., Seyðisfirði. Báturinn var seldur 1929 Hermanni Þorsteinssyni, Seyðisfirði. 1931 var skráður eigandi Útibú Útvegsbanka Íslands, Seyðisfirði. Þá var sett í bátinn 25 ha. Deutz vél. Seldur 8. nóvember 1938 Guðmundi Kristjánssyni, Keflavík, báturinn hét Vestri GK 16. Seldur 2. október 1941 Júlíusi Ingibergssyni og Ágústi Bjarnasyni, Vestmannaeyjum, báturinn hét Vestri VE 16. 10 maí 1944 selur Júlíus Ingibergsson sinn hlut í bátnum Hafsteini Stefánssyni og Pétri Stefánssyni, Vestmannaeyjum. 1944 var sett í bátinn 40 ha. Skandia vél. Seldur 1949 Jóni Markússyni og Sigurði Höskuldssyni, Vestmannaeyjum, báturinn hét Hringur VE 16. 1949 var sett í bátinn 55 ha. June Munktell vél. Seldur 19. nóvember 1949 Ólafi Þorkelssyni, Reykjavík og Hans Þorsteinssyni, Lágafelli, Mosfellssveit, báturinn hét Hafþór RE 214. Hann var talinn ónýtur og tekinn af skrá 6. maí 1960. 

Heimild: Jón Björnsson : Íslensk skip, 2. b., s. 202. Iðunn 1998.

Þegar smellt er  á myndirnar hér fyrir neðan birtast stærri myndir.

Vestri GK 16Vestri GK 16Vestri GK 16