Ver KE 45
Líkan af bátnum Ver KE 45 smíðað af Sigurði K. Eiríkssyni.
Ver KE 45 var smíðaður í Danmörku árið 1934 úr eik. 22 brl. 85 ha. Völund vél. Eigendur voru Jón Guðmundsson, Karl Guðmundsson, Tómas Sveinsson og Guðjón Sveinsson, Vestmannaeyjum, frá 28. nóv 1934. 1. nóv 1948 voru skráðir eigendur Jón Guðmundsson, Björgvin Jónsson, Karl Guðmundsson og Tómas Sveinsson, Vestmannaeyjum. Seldur 1951 Karli Jónssyni, Sandgerði, hét Ver GK 45. Seldur 20. nóv 1951 Erlendi Sigurðssyni, Sveinbirni Eiríkssyni og Þórólfi Sæmundssyni, Keflavík, báturinn hét Ver KE 45 frá 1955. 1959 var sett í bátinn 165 ha. GM díesel vél. Hann var talinn ónýtur og tekinn af skrá 26. nóv 1965.
Heimild: Íslensk skip eftir Jón Björnsson
Þegar smellt er á myndirnar hér fyrir neðan þá birtast stærri myndir.