Vonin II KE 2
Líkan af bátnum Vonin II KE 2 smíðað af Grími Karlssyni.
Vonin II KE 2 var smíðuð í Svíþjóð árið 1943 úr eik. 62 brl. 180 ha. Skandia vél. Báturinn hét Vonin II NK 80 árið 1946. Eigandi var Svavar Víglundsson, Neskaupstað, frá 19. sept 1946. 17. feb 1949 sökk báturinn við hafnargarðinn í Keflavík. Náðist upp mikið skemmdur og var gert við hann. 18. nóv 1949 flutti Svavar með bátinn til Hafnarfjarðar, báturinn hét Vonin II GK 64. 1955 var sett í bátinn 280 ha. MWM díesel vél. Seldur 23. okt 1956 Gunnlaugi Karlssyni, Keflavík, báturinn hét Vonin II KE 2. Seldur 20. ágúst 1962 Málmey h/f, Sauðárkróki, báturinn hét Málmey SK 7. Seldur 5. mars 1965 Bæjarútgerð Hafnarfjarðar, Hafnafirði, báturinn hét Ýlir GK 2. Hann var talinn ónýtur og tekinn af skrá 7. sept 1966.
Heimild: Íslensk skip eftir Jón Björnsson
Þegar smellt er á myndirnar hér fyrir neðan þá birtast stærri myndir.