Árni Geir KE 31
Líkan af bátnum Árni Geir KE 31 smíðað af Grími Karlssyni.
Árni Geir KE 31 var smíðaður í Þýskalandi árið 1959 úr eik. 76 brl. 400 ha. MWM díesel vél. Skipið hét Árni Geir KE 31 árið 1960. Eigandi var Guðfinnur s/f, Keflavík, frá 7. jan. 1960. Skipið var selt 29. maí 1965 s/f Norðurvör, Keflavík, skipið hét áfram Árni Geir KE 31. Selt 1. jan. 1970 Gísla J. Halldórssyni, Keflavík og Kjartani Ásgeirssyni, Garði, Gullbringusýslu, skipið hét Þorsteinn Gíslason KE 31. 1970 var sett í skipið 400 ha. MWM díesel vél. Selt 2. jan. 1975 Jóhannesi Jónssyni, Halldóri Þorlákssyni, Grindavík og Bjarna Helgasyni, Reykjavík, skipið heitir Þorsteinn Gíslason GK 2. Selt 12. jan. 1977 Halldóri Þorlákssyni, Guðjóni Þorlákssyni og Magnúsi Þorlákssyni, Grindavík. 21. okt. 1982 var skráður eigandi Selháls s/f, Grindavík, skipið er skráð í Grindavík 1988.
Heimild: Íslensk skip eftir Jón Björnsson.
Þegar smellt er á myndirnar hér fyrir neðan þá birtast stærri mynd