Skeggi RE 50
Líkan af bátnum Skeggi RE 50 smíðað af Grími Karlssyni.
Skeggi RE 50 var smíðaður í Svíþjóð árið 1943 úr eik. 59 brl. 180 ha. Skandia vél. Eigandi Skeggi h/f, Reykjavík, frá 8. ágúst 1945. 1953 var sett í skipið 360 ha. Lister vél. Selt 10. apríl 1954 Ísfelli h/f Flateyri, skipið hét Bára ÍS 130. Selt 12, september 1956 Hraðfrystistöð Keflavíkur, Keflavík, skipið hét Bára KE 3. 1963 var skipið lengt og endurbyggt í Reykjavík og mældist þá 78 br. Það strandaði við Öndverðarnes 18. nóvember 1965. Áhöfnin, 8 menn, bjargaðist í land úr bátnum.
Heimild: Jón Björnsson : Íslendsk skip, 3.b., s. 114.
Þegar smellt er á mndirnar hér fyrir neðan birtast stærri myndir.