Eldey KE 37
Líkan af bátnum Eldey KE 7 smíðað af Grími Karlssyni.
Eldey KE 37 var smíðuð í Noregi árið 1960 úr stáli. 139 brl. 300 ha. Wichmann díesel vél. Eigandi var Eldey h/f, Keflavík, frá 2. mars 1961. Skipið fórst um 60 sjómílur suðaustur af Dalatanga 23. október 1965, 12 manna áhöfn komst í gúmmíbjörgunarbátinn sem var um borð. Síðan bjargaði áhöfnin á vélskipinu Brimi KE 104 frá Keflavík, mönnunum til lands.
Heimild: Íslensk skip eftir Jón Björnsson
Þegar smellt er á myndirnar hér fyrir neðan þá birtast stærri myndir.