Glaður GK 405

Glaður GK 405

Líkan af bátnum  Glaður GK 405  smíðað af Grími Karlssyni.

Glaður GK 405 var smíðaður í Reykjavík árið 1929 úr eik og furu. 22 brl. 50 ha. Skandia vél. Báturinn hét Glaður GK 405. Eigendur voru Einar Jónasson, Valdimar Björnsson, Sigurður Guðmundsson og Ólafur F.A. Ólafsson, Ytri Njarðvík og Keflavík, frá árinu 1929. Árið 1934 var sett í bátinn 90 ha. June Munktell vél. Báturinn var seldur 24. maí 1945 Halldóri Jónssyni, Ólafsvík, báturinn hét Glaður SH 67. 15. júní 1951 eignast í bátnum Kristmundur Halldórsson, Ólafsvík. 1954 var sett í bátinn 150 ha. GM vél. Báturinn var seldur 13. sept 1956 Jóni Þórarinssyni, Reykjavík, báturinn hét Drífa RE 18. Hann var talinn ónýtur og tekinn af skrá 14. maí 1965.

 Heimild: Íslensk skip eftir Jón Björnsson.

Þegar smellt er á myndirnar hér fyrir neðan birtast stærri myndir.

Glaður GK 405Glaður GK 405Glaður GK 405