Svanur TH 77

Svanur TH 77

Líkan af bátnum   Svanur TH 77 smíðað af Grími Karlssyni.

Svanur TH 77 var smíðaður í Reykjavík 1916.  Eik og fura. 14 brl. 30 ha. Alpha vél. Eig. Árni Geir Þóroddsson o.fl., Keflavík, sennilega frá árinu 1916. Báturinn hét Svanur GK 462. Seldur 7. des. 1929 Jóhanni Guðnasyni, Ólafi Bjarnasyni og Albert Bjarnasyni, Keflavík. Það ár var sett 45 ha. Delta vél í bátinn. 1932 var sett í bátinn 45 ha. June Munktell vél. 1935 var báturinn lengdur og mældist þá 15 brl. 1939 var sett í hann 55 ha. June Munktell vél. Seldur 3. ág. 1942 Friðbert Guðmundssyni, Páli Friðbertssyni og Kristjáni Magnússyni, Súgandafirði, báturinn hét Svanur ÍS 568. Seldur 31. maí 1949 Helga Bjarnasyni, Húsavík, báturinn hét Svanur TH 77. Seldur 21. júní 1955 Einari M. Kristjánssyni og Kristjáni Einarssyni, Vogum, Gullbringusýslu, báturinn hét Svanur GK 462. Seldur 27. nóv. 1958 Einari Jónssyni, Reykjavík, báturinn hét Svanur RE 266. Hann var talinn ónýtur og tekinn af skrá 30. des. 1960.

Heimild: Íslensk skip eftir Jón Björnsson.

Þegar smellt er á myndirnar hér fyrir neðan birtast stærri myndir.