Arnfirðingur RE 212

Arnfirðingur RE 212

Líkan af bátnum  Arnfirðinigur RE 212  smíðað af Grími Karlssyni.

Arnfirðingur RE 212 var smíðaður í Hollandi árið 1955 úr stáli. 61 brl. 240 ha. Kromhout díesel vél. Báturinn hét Arnfirðingur RE 212. Eigendur voru Hermann Kristjánsson, Óskar Hermannsson og Gunnar Magnússon, Reykjavík, frá 22. sept. 1955. Báturinn var seldur 12. apr. 1963 Einari Símonarsyni og Sigurpáli Einarssyni, Grindavík, báturinn hét Staðarberg GK 350. 1970 var sett í bátinn 360 ha. Wichmann díesel vél. Seldur 10 .okt. 1973 Krossvík s/f, Hellissandi, báturinn hét Krossvík SH 206. Seldur 15. des. 1976 Hannesi Sigurðssyni, Þorlákshöfn, báturinn hét Jóhanna ÁR 206. Seldur 10. jan. 1980 Niðursuðuverksmiðjunni h/f, Ísafirði, báturinn hét Eiríkur Finnsson ÍS 26. 28. júlí 1981 var nafni bátsins breytt, hét þá Morgunstjarnan ÍS 87, sömu eigendur og áður. Seldur 2. mars 1983 Leó Óskarssyni, Vestmannaeyjum, báturinn hét Nanna VE 294. Báturinn var yfirbyggður og honum breytt í Portúgal 1988 og 1989. Hann fórst 7. mars 1989 út af Reynisfjalli vestan Víkur í Mýrdal. Skipshöfnin á vélskipinu Þórunni Sveinsdóttur VE 401 bjargaði skipshöfninni af Nönnu, 7 mönnum.

 Heimild: Íslensk skip eftir Jón Björnsson. Iðunn 1990.

Þegar smellt er á myndirnar hér fyrir neðan þá birtast stærri myndir.

Arnfirðingur RE 212Arnfirðingur RE 212