Happasæll KE 94
Líkan af bátnum Happasæll KE 94 smíðað af Grími Karlssyni.
Happasæll KE 94 var smíðaður í Noregi árið 1959 úr stáli. 191 brl. 400 ha. Wichmann díesel vél. Skipið hét Drangur EA árið 1960. Eigandi var Steindór Jónsson, Akureyri, frá 19. apr 1960. 28. okt 1971 er skráður eigandi Flóabáturinn Drangur h/f, Akureyri. Seldur 11. ágúst 1982 Guðmundi Rúnari Hallgrímssyni og Jóhanni Sigurði Hallgrímssyni, Keflavík, skipið hét Happasæll KE 94. Það var talið ónýtt og tekið af skrá 10. júlí 1986.
Heimild: Íslensk skip eftir Jón Björnsson. Iðunn 1990
Þegar smellt er á myndirnar hér fyrir neðan þá birtast stærri myndir.