Svanur GK 530
Líkan af bátnum Svanur GK 530 smíðað af Grími Karlssyni.
Svanur GK 530 var smíðaður í Hafnarfirði árið 1942 úr eik. 29 brl. 154 ha. Allen díesel vél. Báturinn hét Svanur GK 530. Eigandi var Ólafur Lárusson, Keflavík, frá 21. nóv 1942. Seldur 27. jan 1948 Sigurði Jónssyni, Arnþóri Karlssyni, Ásgeiri H. Guðmundssyni, Sveini Þórðarsyni og Ingólfi Kristjánssyni, Djúpavogi, báturinn hét Svanur SU 30. 1954 var sett í bátinn 160 ha. Caterpillar díesel vél. Seldur 4. apr 1956 Þorsteini Jónssyni, Úlfi Ingólfssyni og Gísla Bl. Gíslasyni, Seyðisfirði, báturinn hét Svanur NS 8. Seldur 29. sept 1965 Ingólfi Arngrímssyni og Birni J. Björnssyni, Patreksfirði, báturinn hét Svanur BA 13. 1970 var sett í bátinn 220 ha. Caterpillar díesel vél. Báturinn var talinn ónýtur og tekinn af skrá 13. des 1974.
Heimild: Íslensk skip eftir Jón Björnsson.
Þegar smellt er á myndirnar hér fyrir neðan birtast stærri myndir.