Sæmundur KE 9

Sæmundur KE 9

Líkan af bátnum  Sæmundur KE 9  smíðað af Grími Karlssyni.

Sæmundur KE 9 var smíðaður í Svíþjóð árið 1946 úr eik. 53 brl. 170 ha. Polar díesel vél. Eigandi var Útgerðarfélag Sauðárkróks h/f, Sauðárkróki, frá 24. mars 1947,  báturinn hét Sæmundur SK 1.  Báturinn var seldur 5. nóvember 1955 Steindóri Péturssyni, Keflavík, báturinn hét Sæmundur KE 9. Sama ár var sett í bátinn 280 ha. MWEM díesel vél. Seldur 6. janúar 1961 Hlutafélaginu Faxa, Keflavík, báturinn hét Gunnfaxi KE 9. Hann sökk um 12 sjómílur norðvestur af Eldey 16. mars 1964. Áhöfnin, 6 menn, bjargaðist um borð í Helga Flóventsson ÞH 77 frá Húsavík.

 Heimild: Íslensk skip eftir Jón Björnsson

Þegar smellt er á myndirnar hér fyrir neðan þá birtast stærri myndir.

Sæmundur KE 9Sæmundur KE 9Sæmundur KE 9