Lundi KE 78
Líkan af bátnum Lundi KE 78 smíðað af Grími Karlssyni.
Báturinn hét í upphafi Lundi VE 141 og var smíðaður í Danmörku árið 1925 úr eik og furu. 13 brl. 36 ha. Dan vél. Eigendur Jóel Eyjólfsson, Jón Þórðarson, Sigurjón Ólafsson, Guðmundur Einarsson og h/f Fram, Vestmannaeyjum, frá árinu 1925. 1933 var sett í bátinn 55 ha. June Munktell vél. 1938 var báturinn lengdur, mældist þá 18 br. 1942 var sett í bátinn hekk og hann borðhækkaður, mældist þá 22 br., báturinn var tvístefnungur áður. 1946 var sett í bátinn 100 ha. Bolinder vél. 12. júlí 1948 voru skráðir eigendur Þorgeir Jóelsson, Jón Þórðarson og Sigurjón Ólafsson, Vestmannaeyjum. Báturinn seldur 17. nóvember 1958 Guðmundi Vigfússyni, Hafnarfirði, báturinn hét Lundi GK 78. Seldur 19. desember 1963 Óskari Jónssyni og Eyjólfi Helgasyni, Keflavík báturinn hét Lundi KE 78, Hann talinn ónýtur 1968
Heimild: Jón Björnsson : Íslensk skip.
Þegar smellt er á myndirnar hér fyrir neðan birtast stærri myndir.