Gulltoppur GK 321

Gulltoppur GK 321Líkan af bátnum  Gulltoppur GK 321  smíðað af Grími Karlssyni. 

Gulltoppur GK 321 var smíðaður í Danmörku árið 1934 úr eik. 22 brl. 85 ha. Hundested vél. Eigendur voru Sæmundur Jónsson, Jón Sæmundsson og Jóhann Vilhjálmsson, Vestmannaeyjum, frá 19. nóvember 1935, báturinn hét Gulltoppur VE 321. Báturinn var seldur 10. nóvember 1952 Svavari Skúlasyni, Trausta Skúlasyni og Skúla Sveinssyni, Ytri-Njarðvík, báturinn hét Gulltoppur GK 321. Seldur 1. október 1954 Þórði Jónassyni, Jónasi Þórðarsyni og Sæmundi Þórðarsyni, Stóru Vatnsleysu, Gullbringusýslu. 1965 var sett í bátinn 150 ha. GM díesel vél. Seldur 1. október 1957 Þorsteini N. Halldórssyni, Keflavík, báturinn hét Gullborg KE 21. Seldur 1. júní 1965 Svavari Antoníussyni, Vestmannaeyjum, báturinn hét  Gullbjörg VE 89. Seldur 15. október 1968 Haraldi Traustasyni, Vestmannaeyjum, báturinn hét Gulltoppur VE 321. Hann var talinn ónýtur og tekinn af skrá 2. desember 1974. 

Heimild: Íslensk skip eftir Jón Björnsson.

Þegar smellt er á myndirnar hér fyrir neðan birtast stærri myndir.

Gulltoppur GK 321Gulltoppur GK 321Gulltoppur GK 321