Dagný SI 7
Líkan af bátnum Dagný SI 7 smíðað af Grími Karlssyni.
Dagný SI 7 var smíðuð í Råå í Svíþjóð 1904 úr eik og furu. 136 brl. 170 ha June Munktell vél. Keypt frá Færeyjum 16. júní 1927 af Sigurði Kristjánssyni og Axel Jóhannessyni, Siglufirði. 1944 var skipið lengt og mældist þá 136 brl. Eigandi 18. des 1942 var Dagný h/f, Siglufirði. 1945 var sett 220 ha. Völund vél í skipið. Skipið var talið ónýtt og tekið af skrá 18. mars 1964.
Heimild: Íslensk skip eftir Jón Björnsson.
Þegar smellt er á myndirnar hér fyrir neðan birtast stærri myndir.
Dagný var eitt mesta aflaskip þessa lands á sínum tíma. Afli Dagnýar á síldveiðum.
1937 var skipið í 63. sæti með 4.281 mál
1938 var skipið í 5. sæti með 10.961 mál
1939 var skipið í 1. sæti með 11.441mál
1940 var skipið í 1. sæti með 17.826 mál
1941 var skipið í 2. sæti með 14.538 mál
1942 var skipið í 1. sæti með 25.172 mál
1943 var skipið í 1. sæti með 26.216 mál
1944 var skipið í 7. sæti með 24.632 mál
1945 var skipið í 1. sæti með 6.294 mál
1946 var skipið í 1. sæti með 15.837 mál
Arnþór Jóhannsson hættir sem skipstjóri og aðrir taka við.
1947 var skipið í 5. sæti með 9.426 mál
1948 var skipið í 86. sæti með 7.132 mál
1949 var skipið í 795 mál
1950 var skipið í 577 mál
Auk þessa sigldi Dagný með ísfisk til Englands í stríðinu og stundaði aðrar veiðar og flutninga.
Skipstjórar á Dagný SI 7 frá 1937 til 1953
Samkvæmt skiphafnaskrám embættis sýslumanns í Siglufirði.
1937 Axel Jóhannsson, f. 6/1 1899 Síldveiðar
1938 Jóhannes Sveinbjörnsson, f. 5/4 1903 Síldveiðar
1938 Axel Jóhannsson Síldveiðar og flutningar
1939 Axel Jóhannsson Síldveiðar og flutningar
1940 Axel Jóhannsson Síldveiðar og flutningar
1941 Axel Jóhannsson Síldveiðar og flutningar
1941 Friðrik Steinsson, f. 23/9 1893 Flutningar
1942 Thorberg Einarsson, f. 6/12 1896 Flutningar milli hafna
1942 Axel Jóhannsson, Síldveiðar og flutningar
1943 Arnþór Jóhannsson, f. 12/3 1907 Síldveiðar og flutningar
1944 Arnþór Jóhannsson Síldveiðar og ísfiskfl.
1945 Arnþór Jóhannsson Síldveiðar og ísfiskfl.
1946 Arnþór Jóhannsson Síldveiðar
1947 Axel Jóhannsson, Síldveiðar
1948 Axel Jóhannsson, Síldveiðar
1949 Axel Jóhannsson, Síldveiðar
1950 Guðjón Halldórsson, f. 18/8 1917 Síldveiðar
1951 Haukur Kristjánsson, f. 2/6 1923 Síldveiðar og flutningar
1952 Páll Pálsson, f. 25/4 1919 Síldveiðar
1953 Páll Pálsson Síldveiðar
Siglufirði 15. maí 1995