Ásbjörn AK 90
Líkan af bátnum Ásbjörn AK 90 smíðað af Grími Karlssyni.
Ásbjörn AK 90 var smíðaður á Ísafirði árið 1943 úr eik. 52 brl. 120 ha. Lister díesel vél. Báturinn hét Ásbjörn MB 90. Eigandi var Sameignarfélagið Ásbjörn, Akranesi, frá 28. sept. 1943. 1947 var báturinn skráður Ásbjörn AK 90. 1951 var sett í bátinn 198 ha. Mirrlees díesel vél. Seldur 26. apríl 1953 Haraldi Böðvarssyni & Co. h/f, Akranesi. 1960 var sett í bátinn 300 ha. MWM díesel vél. Seldur 19. sept. 1963 Guðna Sigurðssyni, Reykjavík og Sigurbirni Árnasyni, Garðabæ, báturinn hét Dreki RE 134. Seldur Þórveigu h/f, Grindavík 15. mars 1972, báturinn hét Þórveig GK 222. 1974 var sett í bátinn 350 ha. Caterpillar díesel vél. 4. mars 1975 er skráður eigandi Skipasmíðastöð Njarðvíkur, Njarðvík. Báturinn er seldur 12. mars 1975 Jakobi Jónatanssyni, Þorlákshöfn, báturinn hét Trausti ÁR 71. Hann var talin ónýtur og tekinn af skrá 11. des. 1979.
Heimild: Íslensk skip eftir Jón Björnsson. Iðunn 1990.
Þegar smellt er á myndirnar hér fyrir neðan birtast stærri myndir.