Muninn II GK 343

Muninn II GK 343

Líkan af bátnum  Muninn II GK 343  smíðað af Grími Karlssyni.

Muninn II GK 343 var smíðaður í Danmörku árið 1947 úr eik. 38 brl. 171 ha. Buda díesel vél. Báturinn hét Muninn II GK 343. Eigendur voru Ólafur Jónsson, Sveinn Jónsson og Alex Jónsson, Sandgerði, frá 17. feb 1947. Báturinn var seldur 1. júlí 1960 Gísla J. Halldórssyni, Keflavík, báturinn hét Þorsteinn Gíslason KE 90. 1966 var sett í bátinn 240 ha. GM díesel vél. Seldur 30. des 1966 Hraðfrystihúsi Keflavíkur h/f, Keflavík, báturinn hét Sandvík KE 90. Seldur 20. nóv 1970 Ingólfi R. Halldórssyni, Keflavík, báturinn heitir Svanur KE 90. 10. júlí 1987 voru skráðir eigendur Ingólfur R. Halldórsson og Karl Sigurður Njálsson, Keflavík. Báturinn er skráður í Keflavík 1988.

 Heimild: Íslensk skip eftir Jón Björnsson. Iðunn 1990. 

Þegar smellt er á myndirnar hér fyrir neðan birtast stærri myndir.

Muninn II GK 343Muninn II GK 343Muninn II GK 343