Otur RE 32
Líkan af bátnum Otur RE 32 smíðað af Grími Karlssyni.
Otur RE 32 var smíðaður í Svíþjóð árið 1948 úr eik. 101 brl. 260 ha. Polar díesel vél. Skipið hét Otur RE 32. Eigandi var Ríkissjóður Íslands, Reykjavík, frá 13. nóv 1948. Skipið var selt 24. feb 1949 Otri h/f, Reykjavík, skipið hét Áslaug RE 32. Selt 14. jan 1953 Hallgrími Oddsyni, Reykjavík. 2. sept 1957 var skráður eigandi Stofnlánadeild sjávarútvegsins, Reykjavík. 1958 var sett í skipið 380 ha. Alpha díesel vél. Selt 25. júní 1958 Rún h/f, Seyðisfirði, skipið hét Guðrún NS 50. Selt 12. mars 1959 Búðarfelli h/f, Fáskrúðsfirði, skipið hét Ljósafell SU 70. Selt 30. mars 1965 Jóni Eiríkssyni h/f, Hornafirði, skipið hét Jón Eiríksson SF 100. Skipið brann og sökk á leið til Færeyja frá Hornafirði 19. sept 1972. Breska eftirlitsskipið Áróra bjargaði áhöfninni, 5 mönnum, úr gúmmíbjörgunarbátnum sem mennirnir komust í þegar skip þeirra sökk.
Heimild: Íslensk skip eftir Jón Björnsson.
Þegar smellt er á myndirnar hér fyrir neðan birtast stærri myndir.