Bragi GK 479
Líkan af bátnum Bragi GK 479 smíðað af Grími Karlssyni.
Bragi GK 479 var smíðaður í Reykjavík árið 1926 úr eik og furu. 20 brl. 55 ha. Skandia vél. Báturinn hét Bragi GK 479. Eigendur voru Ólafur J. Ólafsson, Egill Jónsson, Jónas Jónsson og Einar Jónsson, Ytri Njarðvík, frá árinu 1926. Báturinn var seldur 17. maí 1944 Ingimundi Guðmundssyni, Hólmavík og Lárusi Guðmundssyni, Drangsnesi, báturinn hét Bragi ST 97. 1945 var sett í bátinn 70 ha. Caterpillar díesel vél. Hann var talinn ónýtur og tekinn af skrá 1957.
Heimild: Íslensk skip eftir Jón Björnsson
Þegar smellt er á myndirnar hér fyrir neðan þá birtast stærri myndir.