Grótta SI 75
Líkan af bátnum Grótta SI 75 smíðað af Grími Karlssyni.
Grótta SI 75 var smíðuð í Noregi árið 1907 úr eik. 47 brl. 48 ha. Alpha vél. Skipið hét Grótta EA 364. Frá 1907 og stuttan tíma þar á eftir áttu Vésteinn og Ingólfur Kristjánsson, Framnesi við Eyjafjörð, skipið. Þeir seldu Ásgeiri Péturssyni & Co, Akureyri, skipið. 1932 var sett í skipið 100 ha. Völund vél. Selt 5. feb 1946 Friðfinni Níelssyni, Siglufirði, skipið hét Grótta SI 75. Selt 7. feb 1957 Steingrími G. Guðmundssyni, Akureyri, skipið hét Grótta EA 123. Skipið var talið ónýtt 1960.
Heimild: Íslensk skip eftir Jón Björnsson .
Þegar smellt er á myndirnar hér fyrir neðan birtast stærri myndir.