Jón Guðmundsson KE 5

Jón Guðmundsson KE 5Jón Guðmundsson KE 5 var smíðaður í Svíþjóð árið 1942 úr eik. 60 brl. 225 ha. June Munktell vél. Báturinn hét Dvergur SI 53 árið 1945.Eigandi var Friðrik Guðjónsson, Siglufirði, frá 25. júlí 1945. Báturinn var seldur 24. febrúar 1947 Ólafi Lárussyni, Keflavík, báturinn hét Jón Guðmundsson GK 517. 1950 var báturinn skráður Jón Guðmundsson KE 5. Seldur 31. desember 1956 Ásmundi h/f, Akranesi, báturinn hét Fiskaskagi AK 47. 1959 var sett í bátinn 330 ha. Modag díesel vél. Bátinn var endurbyggður og stækkaður 1960 – 1961, mældist 83 brl. eftir það. Seldur 29. mars 1966 Einari Sigurðssyni, Reykjavík, báturinn hét Hellisey RE 47. Frá 20. nóvember 1970 var skráður eigandi Hraðfrystistöð Vestmannaeyja h/f, Vestmannaeyjum, báturinn hét Hellisey VE 47. 1970 var sett í bátinn 390 ha. Lister vél (frá 1961). Seldur 17. nóvember 1972 Magnúsi H. Gíslasyni, Garðabæ, báturinn hét Sæfari RE 77. Hann brann 28. september 1975 og var talinn ónýtur og tekinn af skrá 5. desember 1975.

 Heimild: Íslensk skip eftir Jón Björnsson. Iðunn 1990

Þegar smellt er á myndirnar hér fyrir neðan þá birtast stærri myndir.

Jón Guðmundsson KE 5Jón Guðmundsson KE 5Jón Guðmundsson KE 5