Mummi SI 51

Mummi SI 51

Líkan af bátnum   Mummi SI 51 smíðað af Grími Karlssyni.

Báturinn hét í upphafi Mummi ÍS 35, smíðaður á Ísafirði 1935 úr eik. 11 br. 28 ha. Rap vél. Eigandi Sturla Agnar Guðmundsson, Ísafirði, frá 15. janúar 1936. Báturinn seldur 7. apríl 1943 Einari Guðfinnssyni og Bernódusi Halldórssyni, Bolungarvík. Um 1947 var sett í hann 35 ha. Union vél. Seldur 16. september 1945 Sigurgeiri Sigurðssyni að hálfu á móti Einari Guðfinnssyni, Bolungarvík. Seldur um 1950 Þórhalli Björnssyni o.fl. Siglufirði, báturinn hét Mummi SI 51. Seldur 23. maí 1953 Þráni Hjartarsyni og Jóni Þórðarsyni, Patreksfirði, báturinn hét Mummi BA 21. 1957 var sett í bátinn 66 ha. Kelvin díesel vél. Báturinn var endurmældur í september 1969 og mældist þá 12 brl. Frá 8. mars 1969 var skráður einn eigandi, Þráinn Hjartarson, Patreksfirði. Seldur 18. desember 1978 Kristni Jónssyni, Haraldi Ólafssyni og alnafna hans Haraldi Ólafssyni, Patreksfirði. 19. nóvember 1987 var skráður einn eigandi Kristinn J. Jónsson, Patreksfirði. Báturinn er skráður á Patreksfirði 1988.

Heimild: Jón Björnsson : Íslensk skip, 2. b., s. 84. Iðunn 1998.

Þegar smellt er á myndirnar hér fyrir neðan birtast stærri myndir.