Ólafur Magnússon KE 25

Ólafur Magnússon KE 25

Líkan af bátnum  Ólafur Magnússon KE 25 smíðað af Grími Karlssyni.

Ólafur Magnússon KE 25 var smíðaður í Njarðvík árið 1956 úr eik. 58 brl. MWM díesel vél. Báturinn hét Ólafur Magnússon. Eigendurnir voru Albert Ólafsson, Erlendur Jónsson og Marín Jónsdóttir, Keflavík, frá 14. febrúar 1956. Seldur 15. júlí 1962 Hraðfrystihúsinu Jökli h/f, Keflavík. Seldur 18. desember 1972 Ásgrími Pálssyni, Stokkseyri, báturinn hét Ólafur Magnússon ÁR 54. Seldur 10. júní 1977 Magnúsi Magnússyni, Eyrarbakka og Guðlaugi Ægi Magnússyni, Selfossi,  báturinn hét Ólafur ÁR 54. Seldur 18. ágúst 1977 Jökli h/f, Skagaströnd, báturinn hét Ólafur HU 54. Frá 19.  júlí 1978 heitir báturinn Ólafur Magnússon HU 54. Hann er skráður á Skagaströnd 1988.

 Heimild: Íslensk skip eftir Jón Björnsson. Iðunn 1990

Þegar smellt er á myndirnar hér fyrir neðan þá birtast stærri myndir.

Ólafur Magnússon KE 25Ólafur Magnússon KE 25Ólafur Magnússon KE 25