Þormóður rammi SI 32
Líkan af bátnum Þormóður rammi SI 32 smíðað af Grími Karlssyni.
Þormóður rammi SI 32 var smíðaður í Danmörku árið 1930 úr eik og furu. 20 brl. 50 ha. Tuxham vél. Báturinn hét Þór EA 553. Eigendur voru Þorsteinn Þorsteinsson, Þorvaldur Sigurðsson og Guðmundur Gíslason, Ólafsfirði, frá 14. mars 1931. Seldur 25. okt 1941 Jóni Halldórssyni, Ólafsfirði, báturinn hét Kári Sölmundarson EA 553. Seldur 1946 Þormóði ramma, Siglufirði, báturinn hét Þormóður rammi SI 32. Hann strandaði við Sauðanes við Siglufjörð í des. 1950 og ónýttist/eyðilagðist.
Heimild: Íslensk skip eftir Jón Björnsson. Iðunn 1990.
Þegar smellt er á myndirnar hér fyrir neðan birtast stærri myndir.