Hilmir NK 34

Hilmir NK 34

Líkan af bátnum   Hilmir NK 34  smíðað af Grími Karlssyni.

Hilmir NK 34 var smíðaður í Noregi árið 1927 úr eik og furu. 23 brl. 40 ha. Wichmann vél. Báturinn hét Hilmir NK 34. Eigendur voru Lúðvík S. Sigurðsson og Sigurður Lúðvíksson, sennilega frá árinu 1927. 16. feb 1937 var skráður eigandi Sigurður Lúðvíksson, Neskaupsstað. 1946 var sett í bátinn 115 ha. Caterpillar díesel vél. Seldur 13. júní 1950 Benedikt Benediktssyni, Reykjavík. Báturinn hét Hilmir RE 220. Seldur 16. nóv 1953 Hilmi h/f, Hafnarfirði, báturinn hét Hilmir GK 220. Seldur 9. des 1954 Halldóri Bjarnasyni, Reykjavík. Báturinn hét Hilmir RE 213. Hann var talinn ónýtur 1960 og tekinn af skrá 9. mars 1961.  

Heimild: Íslensk skip eftir Jón Björnsson. Iðunn 1990

 

M.b. Hilmir bjargar þremur mönnum:

18. apríl 1955 fékk lítill trillubátur frá Keflavík, sem var á leið til lands úr róðri, á sig ólag. Eftir áfallið tókst mönnunum að verja bátinn frekari áföllum og gátu haldið vélinni í gangi með hvíldarlausum austri. Þannig andæfðu þeir mót vindi og sjó í 4 klukkustundir, en þá urðu þeir varir við vélbátinn Hilmi frá Reykjavík. Gátu mennirnir á trillunni siglt í veg fyrir bátinn og var þeim bjargað um borð í hann. Mátti ekki tæpara standa þar sem bátur þeirra sökk í sömu svifum og björguninni lauk. Hélt Hilmir síðan með skipbrotsmennina til Reykjavíkur, en þeir voru Benedikt Guðmundsson og Pétur Guðmundsson frá Keflavík og Hörður Jóhannsson frá Borgarnesi.

Úr bókinni Þrautgóðir á raunastund, V. 1973.

Þegar smellt er á myndirnar hér fyrir neðan birtast stærri myndir.