Geir SI 55
Líkan af bátnum Geir SI 55 smíðað af Grími Karlssyni.
Geir SI 55 var smíðaður í Noregi árið 1910 úr eik og furu. 58 brl. 60 ha. Dan vél. Skipið hét Geir EA 552 árið 1928. Eigandi var J.C.J Arnesen, Akureyri, frá 23. ágúst 1928. 1933 var sett í skipið 130 ha. June Munktell vél. Seldur 7. júní 1939 Friðriki Guðjónssyni, Siglufirði, skipið hét Geir SI 55. Seldur 6. maí 1949 Áka Jakobssyni, Reykjavík, skipið hét Geir GK 272. 1957 hét skipið Geir RE 148. Skipið strandaði í Reykjavík og var talið ónýtt 1958.
Heimild: Íslensk skip eftir Jón Björnsson. Iðunn 1990.
Þegar smellt er á myndirnar hér fyrir neðan birtast stærri myndir.