Björgvin KE 82

Björgvin KE 82

Líkan af bátnum Björgvin KE 82 smíðað af Grími Karlssyni.

Björgvin KE 82 var smíðaður í Danmörku árið 1947 úr eik. 70 brl. 265 ha. Alpha díesel vél. Báturinn hét Björgvin GK 482. Eigandi var Geir goði h/f, Keflavík, frá 5. okt. 1947. 1950 var báturinn skráður Björgvin KE 82, sömu eig. 1960 var sett í bátinn 310 ha. Alpha díesel vél. Seldur 22. maí 1964 Karli Karlssyni, Þorlákshöfn, báturinn hét Hafnarberg ÁR 21. Seldur 12. mars 1969 Sigurjóni Helgasyni, Íris Jóhannesdóttur og Ólafi Sighvatssyni, Stykkishólmi, báturinn hét Björgvin SH 21. Hann var talinn ónýtur og tekinn af skrá 15. ág. 1979.  

Heimild: Íslensk skip eftir Jón Björnsson

Þegar smellt er á myndirnar hér fyrir neðan þá birtast stærri myndir.

Björgvin KE 82Björgvin KE 82Björgvin KE 82