Sævaldur ÓF 2
Líkan af bátnum Sævaldur ÓF 2 smíðað af Grími Karlssyni.
Sævaldur ÓF 2 var smíðaður í Svíþjóð 1946 úr eik, 53 brl. 170 ha. Polar díesel vél. Eigandi Sævaldur h/f Ólafsfirði frá 18. júní 1947. 1952 var sett í bátinn 180 ha. Grenaa díesel vél. Seldur 12. janúar 1959 Alfreð Gústafssyni og Kristjáni Gústafssyni, Hornafirði, báturinn hét Sævaldur SU 2. 1961 var sett í bátinn 220 ha. Caterpillar díesel vél. 5. desember 1969 var skráður eigandi Kristján Gústafsson, Hornafirði, báturinn hét Sævaldur SF 4. 1971 var báturinn endurmældur og mældist þá 52 brl. Seldur 14. júlí 1973 Jóni Kr. Jónssyni og Sæmundi Árelíussyni, Ísafirði, báturinn hét Sævaldur ÍS 73. 30. ágúst 1973 voru skráðir eigendur Sæmundur B. Árelíusson, Blönduósi og Jón Kr. Jónsson, Ísafirði, báturinn hét Ögurnes HU 4. Báturinn brann og sökk um 8 sjómílur frá Öndverðarnesi 1. september 1974. Áhöfnin, 3 menn, bjargaðist í gúmmíbjörgunarbát og þaðan um borð í Hamar frá Rifi.
Heimild: Jón Björnsson : Íslensk skip, 2. b., s. 214-5. Iðunn 1998.
Þegar smellt er á myndirnar hér fyrir neðan birtast stærri myndir.