Sigurður SI 90

Sigurður SI 90

Líkan af bátnum   Sigurður SI 90 smíðað af Grími Karlssyni.

Sigurður SI 90 var smíðað í Svíðþjóð árið 1946 úr eik. 94 brl. 260 ha. Polar díesel vél. Eigandi Sædís h/f, Siglufirði, frá 18. júní 1947. 1958 var sett í skipið 330 ha. Völund díesel vél. 1966 var skipið endurmælt og mældist þá 88. brl. Selt 4. febrúar 1967 Sigurði Gísla Bjarnasyni, Vestmannaeyjum, skipið hét Sigurður Gísli VE 127. 1971 var skráður eigandi dánarbú Sigurðar Gísla Bjarnasonar o.fl., Vestmannaeyjum. 1973 var skráður eigandi Friðþjófur h/f, Vestmannaeyjum. Skipið var talið ónýtt eftir bruna og tekið af skrá 29. nóvember 1974.

Heimild: Jón Björnsson : Íslensk skip, 3. b., s. 205. Iðunn 1998.

Þegar smellt er á myndirnar hér fyrir neðan birtast stærri myndir.