Njarðvík GK 275

Njarðvík GK 275

Líkan af bátnum  Njarðvík GK 275  smíðað af Grími Karlssyni.

Njarðvík GK 275 var smíðuð í Þýskalandi árið 1959 úr stáli. 249 brl. 800 ha. MWM díesel vél. Skipið hét Jón Trausti ÞH 52. Eigandi var Ríkissjóður Íslands frá 2. des 1959.  Skipið var selt 8. júní 1962 Röst h/f, Raufarhöfn, skipið hét Hafrún ÍS 400. Eigandi frá 1967 var Röst h/f, Bolungavík. Selt 30. des 1971 Víghóli s/f, Kópavogi, skipið hét Hinrik KÓ 7. Selt 1975 Einari Daníelssyni, Garði, skipið hét Danni Péturs KÓ 7. Selt 3. nóv 1975 Kristjönu h/f, Keflavík, skipið hét Danni Péturs KE 175. Selt 27.  jan 1978 Tálkna h/f, Tálknafirði, skipið hét Frigg BA 4. 1978 var sett í skipið 900 ha. Caterpillar díesel vél. Selt 14. nóv 1980 Heimi h/f, Keflavík, skipið hét Helgi S. KE 7. Skipið var yfirbyggt 1982 og mældist þá 236 brl. Selt 31. jan 1986 Samherja h/f, Akureyri. Selt 6. feb 1986 Hvaleyri h/f, Hafnarfirði, skipið hét Ernir HF 202.  Skipið var skráð í Hafnarfirði árið 1988 og hét Einir GK 475. Selt 24. apríl 1990 Mumma h/f, Sangerði, hét þá Mummi GK 120. Selt 15. mars 1991 Særúnu h/f, Njarðvík, hét þá Særún GK 120. Selt 27. ágúst 1993 Kór h/f, Njarðvík, og hét þá Særún GK 120. Selt 8. september 1997 Stálskipum ehf, Hafnarfirði, hét Særún HF 4.  Árið 1999 er skipið í Njarðvík og heitir Njarðvík GK 275. Eigandi er Magnús Daníelsson.

 Heimild: Íslensk skip eftir Jón Björnsson. Iðunn 1990.

Þegar smellt er á myndirnar hér fyrir neðan birtast stærri myndir.

Njarðvík GK 275Njarðvík GK 275Njarðvík GK 275