Hilmir KE 7
Líkan af bátnum Hilmir KE 7 smíðað af Grími Karlssyni.
Hilmir KE 7 var smíðaður í Svíþjóð árið 1943 úr eik. 59 brl. 150 ha. June Munktell vél. Báturinn hét Hilmir GK 498 árið 1946. Eigandi var Sigurbjörn Eyjólfsson, Keflavík, frá 5. júní 1946, þá var báturinn innfluttur. 1949 var báturinn skráður Hilmir KE 7, sami eigandi og áður. 1956 var sett í bátinn 280 ha. MG díesel vél. Báturinn var seldur 18. nóv 1959 Guðjóni Jónssyni og Jóni Valgarði Guðjónssyni, Vestmannaeyjum, báturinn hét Hafþór Guðjónsson VE 265. Hann var talinn ónýtur, tekinn af skrá og brenndur í Njarðvík 1964.
Heimild: Íslensk skip eftir Jón Björnsson
Þegar smellt er á myndirnar hér fyrir neðan þá birtast stærri myndir.