Heimir KE 77

 Heimir KE 77

Líkan af bátnum Heimir KE 77 smíðað af Grími Karlssyni.

Heimir KE 77 var smíðaður í Svíþjóð árið 1941 úr eik. 58 brl. 150 ha. June Munktell vél. Báturinn hét Heimir GK 462 árið 1946. Eigandi skipsins var Heimir h/f, Keflavík, 4. júní 1946, þá influttur. 1950 var umdæmisstöfun bátsins breytt, hét þá Heimir KE 77, sami eigandi og áður. 1954 var sett í bátinn 347 ha. Buda vél. 1962 var enn skipt um vél í bátnum, en þá var sett í hann 311 ha. Rolls Royce vél. Seldur 11. des 1963 Óskari Hervarssyni, Eiríki Hervarssyni, Páli Engilbertssyni og Pétri Jónssyni, Akranesi, báturinn hét Haförn AK 171. Hann var talinn ónýtur og tekinn af skrá 27. jan 1969.

 Heimild: Íslensk skip eftir Jón Björnsson. Iðunn 1990

Þegar smellt er á myndirnar hér fyrir neðan þá birtast stærri myndir.

Heimir KE 77Heimir KE 77Heimir KE 77