Skíðblaðnir KE 10
Líkan af bátnum Skíðblaðnir KE 10 smíðað af Grími Karlssyni.
Skíðblaðnir KE 10 var smíðaður í Vestmannaeyjum árið 1929 úr eik og furu. 16 brl. 40 ha. Säffle vél. Eigandi var Verslunarfélag Vestmannaeyjar, frá 1929. 5. des 1937 var skráður eigandi Helgi Benediktsson, Vestmannaeyjum, hann var eigandi Verslunarfélags Vestmannaeyja. 1939 var sett í bátinn 65 ha. June Munktell vél. Seldur 1950 Einari Hannessyni o.fl., Keflavík, báturinn hét Skíðblaðnir KE 10. Seldur 24. jan 1953 Jóni Jóhannssyni, Stefáni Jóhannssyni og Ólafi Stefánssyni, Sandgerði, báturinn hét Elín GK 127. Báturinn var talinn ónýtur 1960 og tekin af skrá 27. feb 1961.
Heimild: íslensk skip eftir Jón Björnsson
Skíðblaðnir er skip í Norænni goðafræði í eigu Freys. Skíðblaðnir er best allra skipa og gert með mestum hagleik. Það er svo mikið, að allir æsir mega skipa það með vopnum og herbúnaði, og hefur byr, þegar segl er dregi, hvert er fara skal. En þá er eigi skal fara með það á sæ, má vefja það saman sem dúk og hafa í pungi sínum. Frá þessu segir í Skáldskaparmálum eftir Snorra Sturluson.
Þegar smellt er á myndirnar hér fyrir neðan þá birtast stærri myndir.