Baldur SH 115

Baldur SH 115

Líkan af bátnum  Baldur SH 115  smíðað af Grími Karlssyni.

Baldur SH 115 var smíðaður í Danmörku árið 1931 úr eik og furu. 9 brl. 22 ha. Tuxham vél. Eigandi Guðmundur Jónsson, Stykkishólmi, frá 17. september 1932, báturinn skráður flutningabátur. 1936 var sett í bátinn 44 ha. Kelvin díesel vél. 1943 var báturinn lengdur og mældist þá 13. brl. Frá 1945 var dánarbú Guðmundar skráð eigandi. 1946 var sett í bátinn 100 ha. Buda díesel vél. Báturinn var seldur 10. mars 1949 og skráður sem fiskibátur frá 23. mars 1949, eigendur  Friðþjófur Guðmundsson og Steingrímur Guðmundsson, Rifi og Maríus Guðmundsson og Kristján Guðmundsson, Hellissandi, Snæfellssýslu. Báturinn seldur 25. janúar 1955 Guðmundi Geirssyni og Sigurði Geirssyni, Akranesi, báturinn hét Baldur AK 115. Hann var talinn ónýtur og tekinn af skrá 25. ágúst 1967.

Heimild: Jón Björnsson : Íslensk skip, 3. b., s. 158. Iðunn 1998.

Þegar smellt er á myndirnar hér fyrir neðan birtast stærri myndir.

  Baldur SH 115