Bergvík KE 55
Líkan af bátnum Bergvík KE 55 smíðað af Grími Karlssyni.
Bergvík KE 55 var smíðuð í Danmörku 1959 úr eik. 71 brl. 396 ha. Lister díesel vél. Báturinn hét Bergvík KE 55 árið 1960. Eigandi bátsins var Hraðfrystihús Keflavíkur h/f, Keflavík, frá 11. mars 1960. 1973 var sett í bátinn 425 ha. Caterpillar díesel vél. Báturinn var seldur 1. júlí 1980 Hannesi Sigurðssyni, Þorlákshöfn, báturinn hét Jóhanna ÁR 206 og var skráður í Þorlákshöfn 1988.
Heimild: Íslensk skip eftir Jón Björnsson
Vitum við einnig að árið 1992 hét báturinn Jóhanna ÁR 38, árið 1994 hét hann Sædís ÁR 38 og svo Sædís RE.
Þegar smellt er á myndirnar hér fyrir neðan þá birtast stærri myndir.